Samherjar-A og Samherjar-B sigruðu í síðustu leikjum norðurriðils 2. deildar
Samherjar-B sigruðu í tveimur síðustu leikjum sínum í norðurriðli 2. deildar, og tryggðu sér þar með 2. sæti í riðlinum og sæti í úrslitakeppninni. Liðið fékk 22 stig, tveimur stigum meira en Akur-B, en liðin mættust í morgun í hreinum úrslitaleik um 2. sætið. Þar sigraði B-lið Samherja 4-1. Liðið lagði einnig Akur-C 4-0.
Þá vann A-lið Samherja sinn fyrsta sigur í deildinni í vetur þegar liðið vann Akur-C 4-1. Þessum leikjum hafði öllum verið frestað frá því í febrúar.
Lokastaðan í norðurriðli er sú að Akur-A sigraði með fullt hús stiga, 28 stig. Í 4.-5. sæti eru Akur-C og Samherjar-C með 12 stig, Akur-D og Æskan hafa 8 stig og Samherjar-A reka lestina með 2 stig.
Úrslit úr einstökum leikjum
Samherjar-B – Akur-C 4-0
- Jóhannes Bjarki Sigurðsson – Vakant 1-0
- Jón Elvar Hjörleifsson – Róbert Karl Boulter 3-0
- Ingvi Stefánsson – Kolbeinn Skagfjörð 3-0
- Jón/Jóhannes – Kolbeinn/Róbert 3-0
Samherjar-B – Akur-B 4-1
- Jóhannes Bjarki Sigurðsson – Magnús B. Kristinsson 2-3
- Jón Elvar Hjörleifsson – Gunnar A. Arason 3-0
- Ingvi Stefánsson – Þorsteinn Már Þorvaldsson 3-2
- Jón/Jóhannes – Magnús/Þorsteinn 3-2
- Jón Elvar Hjörleifsson – Magnús B. Kristinsson 3-1
Samherjar-A – Akur-C 4-0
- Sindri Sigurðsson – Vakant 1-0
- Úlfur Hugi Sigmundsson – Kolbeinn Skagfjörð 3-1
- Heiðmar Sigmarsson – Róbert Karl Boulter 1-3
- Heiðmar/Sindri – Kolbeinn/Róbert 3-2
- Úlfur Hugi Sigmundsson – Vakant 1-0
Á forsíðumyndinni má sjá B-lið Samherja í febrúar.
ÁMU