Borðtennismót hjá KR 24.-25. september
Borðtennisdeild KR mun halda fyrsta mótið í aldursflokkamótaröð vetrarins eftir hádegi laugardaginn 24. sept. í Íþróttahúsi Hagaskóla. Áætlað er að mótið hefjist kl. 14.
Sunnudaginn 25. sept. verður haldið styrkleikamót í öllum flokkum á sama stað og er áætlað að það hefjist kl. 11.
Formleg bréf um mótin eru væntanleg á allra næstu dögum.
ÁMU