Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

KR-A efst í 1. deild karla og kvenna að loknum fjórum umferðum

Þriðja og fjórða umferð í 1. deild karla og kvenna voru leiknar í TBR-húsinu laugardaginn 19. nóvember. Margir spennandi leikir fóru fram og úrslit á stundum frekar óvænt. Þannig töpuðu Íslandsmeistarar Víkings-A í 1. deild karla sínum öðrum leik á keppnistímabilinu. Að loknum fjórum umferðum er KR-A í efsta sæti bæði í 1. deild karla og kvenna og eru bæði liðin ósigruð.

Í 1. deild karla er KR-A efst með 8 stig, lið BH, sem vann sig upp í 2. deild sl. vor er í 2. sæti með 6 stig, Íslandsmeistarar Víkings-A og HK hafa 4 stig, Víkingur-B hefur 2 stig og KR-B er neðst og hefur ekkert stig.

Í 1. deild kvenna hefur KR-A 8 stig, Víkingur hefur 4 stig, KR-B og KR-C hafa 2 stig og KR-D ekkert stig. Í 1. deild kvenna eru 5 lið og því situr eitt lið hjá í hverri umferð. KR-A á eftir að sitja hjá í fyrri hluta keppninnar.

Úrslit úr deildarleikjunum

1. deild karla

3. umferð

KR-B – HK-A 2-4

BH-A – Víkingur-B 4-3

Víkingur-A – KR-A 2-4

4. umferð

KR-B – Víkingur-A 0-4

KR-A – BH-A 4-0

Víkingur-B – HK-A 2-4

 

1. deild kvenna

3. umferð

Víkingur-A – KR-B 3-2

KR-A – KR-D 3-0

4. umferð

Víkingur-A – KR-A  0-3

KR-C– KR-D 3-0

Úrslit úr einstökum leikjum verða lesin inn í Tournament Software á næstunni og munu birtast á vefnum. Sjá slóðina undir Keppni/mót -> Deildarkeppni efst á þessari síðu.

Forsíðumyndin er af liði KR-A í 1. deild kvenna.

 

ÁMU

Aðrar fréttir