Úrslit í tvíliðaleik á EM í borðtennis í Póllandi
Síðasti dagur Evrópumeistaramótsins í Póllandi er á morgun, 16. október, en þá fara úrslitaleikirnir í einliðaleik fram.
Í tvíliðaleik karla hafa verið krýndir nýir meistarar, þegar Marcos Freitas frá Portúgal og Andrej Gacina frá Króatíu sigruðu rússneska parið Alexander Shibaev og Kirill Skachkov 4-0 (11-3, 11-8, 11-7, 12-10) í úrslitum.
Í úrslitum í tvíliðaleik kvenna mættust í kvöld annars vegar núverandi Evrópumeistarar, Ruta Paskauskiene frá Litháen og Oksana Fadeeva frá Rússlandi, og hins vegar Evrópumeistararnir frá þarsíðasta móti, Rúmenarnir Daniela Dodean og Elizabeta Samara. Þær Paskauskiene og Fadeeva vörðu titilinn með 4-2 (8-11, 2-11, 12-10, 11-7, 11-9, 11-8) sigri, þar sem þær voru undir 0-2.
ÁMU