Kjör á borðtennismanni og konu ársins
Kjör á borðtennismanni og konu ársins fer nú af stað á vegum BTÍ. Atkvæðisrétt í kjörinu hafa allir virkir leikmenn 16 ára og eldri á styrkleikalista BTÍ hverju sinni, stjórn og varastjórn BTÍ og landsliðsþjálfarar.
Hægt verður að greiða atkvæði á Subway stigamótinu nk. laugardag 10. desember í TBR húsinu meðan á mótinu stendur en það hefst kl. 10.30 og er áætlað að því ljúki um 15.00. Einnig verður hægt að greiða atkvæði að Síðumúla 23, 1. hæð nk. föstudag 16. desember milli kl. 09.00 og 17.00.