Æskan sigraði B-lið Samherja í norðurriðli 2. deildar
Æskan sigraði B-lið Samherja í norðurriðli 2. deildar í Valsárskóla 29. desember, í leik sem var frestað frá 15. desember. Leiknum lauk með 4-0 sigri Æskunnar.
Úrslit úr einstökum leikjum
Æskan – Samherjar-B 4-0
- Starri Heiðmarsson – Ólafur Ingi Sigurðarson 3-1
- Sævar Gylfason – Sindri Sigurðarson 3-0
- Ingvar Gylfason – Sigurður Ingi Friðleifsson 3-0
- Ingvar/Sævar – Ólafur/Sindri 3-1
Staðan í norðurriðli 2. deildar er sú að A-lið Akurs hefur 10 stig að loknum 5 leikjum, og hefur unnið alla sína leiki. B-lið Akurs, Æskan og C-lið Samherja hafa 4 stig, en Akursmenn eiga leiki til góða. A-lið Samherja hefur 2 stig og B-lið Samherja ekkert stig.
Enn á eftir að leika þrjá leiki í fyrri umferð norðurriðlis en þessir leikir áttu að fara fram fyrir áramót. Það eru leikir Samherja-B og Akurs-B, Samherja-A og Akurs-B og Æskunnar og Samherja-C. Staðan í deildinni ber þess merki að ekki hafa öll liðin leikið jafnmarga leiki.
Á forsíðumyndinni má sjá lið Æskunnar, sem lék 29. desember og hér fyrir neðan er B-lið Samherja sama dag.
ÁMU