Ólafur Þór Rafnsson ráðinn ný landsliðsþjálfari karla og kvenna
Ólafur Þór Rafnsson hefur verið valinn nýr þjálfari landsliða karla og kvenna en hann tekur við keflinu af Guðmundi Stephensen. Ólafur Þór mun stýra verkefnum landsliðs í ár en þau helstu erlendis er Arctic Open í Færeyjum 12.-14. maí nk, Smáþjóðaleikarnir í San Marino 29. maí til 3. júní nk. og Evrópumótið í liðakeppni í Luxemborg 13. til 17. september nk.
Stjórn BTÍ býður Ólaf velkominn til starfa og þakkar um leið fráfarandi landsliðsþjálfara Guðmundi Stephensen gott samstarf. Tekur Ólafur við öflugum leikmannahóp af Guðmundi.