Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslandsmótið í borðtennis 2017

Íslandsmótið í borðtennis 2017 fer fram í KR-heimilinu við Frostaskjól 4.-5. mars 2017. Mótið er í umsjón Borðtennisdeildar KR.

Leikið verður eftirtöldum flokkum, sbr. reglugerð Borðtennissambands Íslands um Íslandsmót:

  • Einliðaleikur: Meistaraflokkur karla og kvenna, 1. flokkur karla og kvenna, 2. flokkur karla og kvenna.
  • Tvíliðaleikur: Tvíliðaleikur karla, tvíliðaleikur kvenna.
  • Tvenndarleikur.

Dagskrá

Laugardagur 4. mars

  • 11.00 Tvenndarkeppni, leikið til úrslita
  • 11.30 Einliðaleikur 2. flokkur karla, leikið fram að undanúrslitum
  • 13.00 Tvíliðaleikur karla, leikið fram að undanúrslitum
  • 13.00 Tvíliðaleikur kvenna, leikið fram að undanúrslitum
  • 14.00 Einliðaleikur 2. flokkur kvenna, leikið fram að undanúrslitum
  • 14.00 Einliðaleikur meistaraflokkur kvenna, leikið fram að undanúrslitum
  • 14.30 Einliðaleikur meistaraflokkur karla, leikið fram að undanúrslitum
  • 15.30 Einliðaleikur 1. flokkur kvenna, leikið fram að undanúrslitum
  • 15.30 Einliðaleikur 1. flokkur karla, leikið fram að undanúrslitum

Sunnudagur 5. mars

  • 11.30 Einliðaleikur 2. flokkur karla og kvenna, undanúrslit
  • 12.00 Einliðaleikur 2. flokkur karla og kvenna, úrslit
  • 12.30 Einliðaleikur 1. flokkur karla og kvenna, undanúrslit
  • 13.00 Einliðaleikur 1. flokkur karla og kvenna, úrslit
  • 13.30 Tvíliðaleikur karla og kvenna, undanúrslit
  • 14.00 Tvíliðaleikur karla og kvenna, úrslit
  • 14.40 Einliðaleikur meistaraflokkur karla og kvenna, undanúrslit
  • 15.20 Einliðaleikur meistaraflokkur karla og kvenna, úrslit
  • 16.00 Verðlaunaafhending í öllum flokkum

Fyrirkomulag keppni

Í meistaraflokki karla og kvenna verða leiknar 4-7 lotur. Í öllum öðrum flokkum verða leiknar 3-5 lotur. Leikinn er einfaldur útsláttur í öllum flokkum.

Við röðun í mótið verður farið eftir nýjasta styrkleikalista BTÍ frá 1. febrúar 2017.

Leikið verður á Stiga Expert borðum með hvítum þriggja stjörnu Stiga plastkúlum.

Mælst er til þess að leikmenn leiki í búningum síns félags.

Verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu sætin í öllum flokkum.

Þátttökugjöld og skráning

Þátttökugjald er 1.500 kr. í einliðaleik og 3.000 kr. fyrir parið í tvíliðaleik og tvenndarkeppni (1.500 kr. á mann).

Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 28. febrúar kl. 20. Skráning fer fram á vef Tournament Software (http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=4B59C544-0CE6-401D-8895-00A03039CBFC). Setja skal kennitölu sem „Member ID“. Ef ekki gengur að skrá sig á vef Tournament Software má senda skráningu til mótsstjórnar áður en skráningarfrestur rennur út. Á vef BTÍ (www.bordtennis.is) eru leiðbeiningar um stofnun reiknings og skráningu á Tournament Software. Þeir, sem hafa þegar stofnað reikning til að skrá sig á mót geta notað hann aftur.

Kennitölur skulu fylgja öllum skráningum í samræmi við keppnisreglur BTÍ.

Dregið verður í mótið á skrifstofu BTÍ í húsi ÍSÍ við Engjaveg miðvikudaginn 1. mars kl. 20:00. Að loknum drætti verður hann birtur á vef Tournament Software. Ekki verður bætt við skráningum eftir að dregið hefur verið í mótið nema að um sannanleg mistök mótsstjórnar sé að ræða.

Samkvæmt ákvörðun stjórnar BTÍ er þátttaka á Íslandsmótum aðeins heimil íslenskum ríkisborgurum og erlendum ríkisborgururum sem hafa verið búsettir og átt lögheimili á Íslandi í þrjú ár þegar mót fer fram.

Mótstjórn

Ásta M. Urbancic, gsm. 895 96 93, [email protected]

Kristján Viðar Haraldsson, gsm. 820 0007, [email protected]

Magnús Stefánsson, [email protected]

Yfirdómarar verða Finnur Hrafn Jónsson og Hannes Guðrúnarson, og munu þeir skipta yfirdómarahlutverkinu á milli sín.

Bréf um mótið: Íslandsmótið í borðtennis 2017

Aðrar fréttir