Frétt RÚV af lokaleiknum í úrslitaleik 1. deildar karla þann 6. apríl sl.
Ríkisútvarpið var með ágæta umfjöllun af oddaleik 1. deildar karla sem fram fór þann 6. apríl sl. sem nú er búið að vista á vef Borðtennissambandsins á Youtube. Myndbandið er að finna hér að neðan. Á YouTube rás Borðtennissambands Íslands má líka sjá nokkur fleiri borðtennismyndbönd og verður efni þar sett inn jafnóðum. Á komandi leiktíð verður völdum leikjum 1. deildar streymt á youtube rás borðtennissambandsins.