Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Arctic mótið hefst 12. maí í Færeyjum

Arctic mótið í borðtennis, sem er landskeppni Íslands, Færeyja og Grænlands, hefst 12. maí í íþróttahöllinni í Hoyvík, nálægt Þórhöfn í Færeyjum.

Lið Íslands flýgur til Færeyja að morgni 12. maí og keppni hefst í liðakeppni kl. 14.30 sama dag. Leikið verður í liðakeppni fram á kvöld 12. maí. Liðakeppni kvenna lýkur þann 12. maí en liðakeppni karla lýkur að morgni 13. maí. Eftir það tekur við keppni í einstaklingsgreinum.

Samkvæmt vef færeyska borðtennissambandsins er 21 karl og 13 konur skráð til leiks á mótinu. Alls taka sex lið þátt í liðakeppni karla og fjögur lið í liðakeppni kvenna.

Mótinu lýkur sunnudaginn 14. maí.

Fylgst verður með gengi liðsins á þessari síðu og á Facebook síðu Borðtennissambands Íslands. Færeyska borðtennissambandið mun einnig birta fréttir af mótinu á sínum vef á slóðinni http://www.btsf.fo/.

Á forsíðmyndinni má sjá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur í leik við Þórunni Ástu Árnadóttur á RIG 2017, en Auður mun leika sinn fyrsta A-landsleik í ferðinni.

 

ÁMU

Aðrar fréttir