Aldís Rún Lárusdóttir og Kári Mímisson borðtennisfólk KR
Á uppskeruhátíð Borðtennisdeildar KR þann 18. maí var tilkynnt um val á borðtennisfólki KR árið 2017. Fyrir valinu urðu Aldís Rún Lárusdóttir og Kári Mímisson.
Aldís Rún Lárusdóttir
Aldís varð tvöfaldur Íslandsmeistari vorið 2017 en hún sigraði í tvenndarleik á Íslandsmótinu og varð í 2. sæti í einliðaleik og tvíliðaleik. Hún var leikjahæsti leikmaðurinn í A-liði KR, sem varð deildarmeistari og Íslandsmeistari í 1. deild kvenna og tapaði Aldís ekki leik í deildarkeppninni á keppnistímabilinu.
Aldís sigraði í kvennaflokki á Reykjavíkurleikunum 2017, á Grand Prix móti KR, á Grand Prix móti BH og í liðakeppni kvenna á Kjartansmóti KR. Aldís sigraði í tvíliðaleik á Arctic mótinu í maí 2016, og var í sigurliði Íslands í liðakeppni kvenna. Þá var Aldís í landsliðinu sem keppti í forkeppni Evrópumóts landsliða í nóvember í Danmörku og vann eina leik Íslands í forkeppninni.
Auk þess hefur Aldís verið formaður Borðtennisdeildar KR undanfarin ár og verið öflugur leiðtogi borðtennisfólks innan KR sem utan.
Aldís var jafnframt valin íþróttakona KR 2017.
Kári Mímisson
Kári varð tvöfaldur Íslandsmeistari vorið 2017 en hann sigraði í tvíliðaleik á Íslandsmótinu, varð í 2. sæti í einliðaleik og fékk brons í tvenndarleik. Kári var lykilmaður í A-liði KR, sem varð deildarmeistari og Íslandsmeistari í 1. deild karla og vann Kári 23 af 25 leikjum fram að úrslitakeppninni, sem er besta skor allra leikmanna í deildinni. Þá sigraði Kári í meistaraflokki á styrkleikamóti KR.
Kári var í landsliðiðinu í borðtennis, sem keppti í forkeppni Evrópumóts landsliða í nóvember í Wales og vann sinn leik í sigri Íslands gegn Azerbaijan.
Mynd frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.
ÁMU