Keppni í liðakeppni Smáþjóðaleikanna hefst 30. maí
Keppni í liðakeppni Smáþjóðaleikanna hefst 30. maí. Þann dag verður leikið í riðlum en undanúrslit og úrslit fara fram 31. maí. Tvö efstu liðin úr hvorum riðli fara í undanúrslit.
Karlaliðið, skipað Kára Mímissyni og Magnúsi Gauta Úlfarssyni er í B-riðli með San Marínó og Svartfjallalandi. Í A-riðli leika Kýpur, Lúxemborg og Mónakó. Daði Freyr Guðmundsson, sem hafði verið valinn í karlaliðið, dró sig út úr liðinu stuttu fyrir brottför.
Í kvennaliðinu eru Aldís Rún Lárusdóttir, Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir og Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir. Þær leika í A-riðli með Lúxemborg og Möltu. Í B-riðli eru Kýpur, Mónakó, San Marínó og Svartfjallaland.
Dagskrá íslensku liðanna 30. maí, að staðartíma:
kl. 10.00 Liðakeppni karla, B-riðill: Svartfjallaland – Ísland
kl. 11.30 Liðakeppni kvenna, A-riðill: Lúxemborg – Ísland
kl. 17.00 Liðakeppni karla, B-riðill: San Marínó – Ísland
kl. 18.30 Liðakeppni kvenna, A-riðill: Malta – Ísland
Á forsíðumyndinni frá Ólafi landsliðsþjálfara má sjá kvennaliðið með einum innfæddra.
ÁMU