Fjórir ungir borðtennisspilarar á afreksíþróttabraut Borgarholtsskóla
Fjórir ungir borðtennisspilarar hófu nám í haust á afreksíþróttabraut Borgarholtsskóla, með borðtennis sem afreksíþrótt. Er þetta í fyrsta skipti sem boðið er upp á borðtennis á slíkum brautum.
Leikmennirnir eiga allir unglingalandsleiki að baki og einn þeirra (Magnús Gauti) hefur leikið A-landsleiki. Leikmennirnir eru Ellert Kristján Georgsson, KR, Gestur Gunnarsson, KR, Magnús Gauti Úlfarsson, BH og Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingi.
Á forsíðumyndinni má sjá Þórunni í leik á Reykjavík International Games 2017.
ÁMU