Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Þjálfaranámskeið Neven Cegnar í Reykjavík, 21-23. september nk.

Þjálfaranámskeið Króatans Neven Cegnar fer fram fimmtudaginn 21. til laugardagsins 23. september nk.  Þátttaka er öllum opin en námskeiðið fer fram í aðstöðu BH í Hafnarfirði og æfing á laugardeginum fer fram í aðstöðu borðtennisdeildar HK í Fagralundi í Kópavogi.  Þátttökugjald er kr. 1.500,- sem er ætlað að standa straum af mat í hléi á föstudeginum.  Hægt er að greiða á staðnum í upphafi námskeiðs eða með millifærslu á reikning sambandsins sem er 0334-26-050073, kt. 581273-0109 og senda kvittun fyrir greiðslunni á bordtennis@bordtennis.is.

Neven Cegnar er einn virtasti borðtennisþjálfarinn í Evrópu en hann var lengi vel landsliðsþjálfari kvenna í Króatíu auk þess sem hann var yfirþjálfari í Werner Schlager Academy í Austurríki.

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:

Fimmtudaginn 21. september kl. 17:45-19:45:

Umfjöllun um hvað framtíðin beri í skauti sér Breytingar í leik með nýrri kúlu.  Mismunandi nálgun á æfingum með byrjendum og lengra komnum.  Hvað á þjálfari að leggja áherslu á á æfingum.  Kúluæfingar – hvernig getur þjálfari aukið getustig afreksefna með kúluæfingum.

Föstudaginn 22. september kl. 17:30-19:50:

Mismunandi spilastílar.  Mismunandi högg með forhönd og bakhönd.  Mikilvægi uppgjafa og móttaka og fyrsta sókn. Æfingar sem þjálfa þetta.  Flikk, mismunandi útgáfur.  Dæmi um spilaæfingar.  Tillögur varðandi æfingabúðir á Íslandi og æfingabúðir erlendis.

19:50-20:15  Matur

20:15-22:00 Heimildarmynd og umræður í framhaldi af henni.

Laugardagur 23. september 2017 kl. 10:00-12:00/13:00 

Æfing með þjálfurum og 12 leikmönnum í aðstöðu borðtennisdeildar HK í Fagralundi í Kópavogi.

         

                   

Aðrar fréttir