Úrslit úr aldursflokkamóti BH
Aldursflokkamót BH fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 14. janúar og var mótið hluti af aldursflokkamótaröð BTÍ. Þátttaka í mótinu var mjög góð og voru 59 skráðir keppendur frá Akri, BH, Dímon, HK, KR, Umf. Samherjum og Víkingi.
Sigurvegarar í einstökum flokkum voru Agnes Brynjardóttir, Víkingi; Alexander Ivanov, BH; Ársól Clara Arnardóttir, KR; Eiríkur Logi Gunnarsson, KR; Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR; Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR; Magnús Gauti Úlfarsson, BH og Matiss Leo Meckl, Akri.
Ársól Clara Arnardóttir og Eiríkur Logi Gunnarsson hafa unnið sinn flokk á öllum þremur aldursflokkamótunum sem haldin hafa verið á keppnistímabilinu. Agnes Brynjarsdóttir, Alexander Ivanov og Magnús Gauti Úlfarsson hafa unnið sinn flokk á tveimur mótum. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir var eini keppandinn í tátuflokki á tveimur mótum.
Auk verðlaunabikars fyrir sigurvegara og verðlaunapeninga fengu verðlaunahafar boð um þátttöku í afreksíþróttabúðum BH, sem verða haldnar 22. apríl.
Verðlaunahafar:
Drengir 2000-2002
- Magnús Úlfarsson, BH
- Ingi Darvis Rodriguez, Víkingur
3.-4. Ellert Kristján Georgsson, KR
3.-4. Gestur Gunnarsson, KR
Magnús vann Inga 3-1 (10-12, 11-8, 11-3, 11-7) í úrslitaleiknum.
Stúlkur 2000-2002
- Ársól Clara Arnardóttir, KR
- Lára Ívarsdóttir, KR
- Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi
- Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingi
Keppni var spennandi í stúlknaflokki og töpuðu þrjár efstu allar einum leik. Ársól vann Stellu 3-1, Stella vann Láru 3-2 og Lára vann Ársól 3-2. Ársól kom best út úr innbyrðis leikjum þeirra þriggja og sigraði því í flokknum.
Sveinar 2003-2004
- Matiss Leo Meckl, Akri
- Steinar Andrason, KR
3.-4. Heiðmar Sigmarsson, Samherjum
3.-4. Úlfur Hugi Sigmundsson, Samherjum
Matiss kom á óvart og vann tvo stigahæstu leikmennina í flokknum, þá Heiðmar og Steinar. Hann lagði Steinar 3-2 í úrslitum (7-11, 11-6, 15-13, 3-11, 11-7). Sjá mynd á forsíðu.
Meyjar 2003-2004
- Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
- Lóa Floríansdóttir Zink, KR
- Þóra Þórisdóttir, KR
- Þuríður Þöll Bjarnadóttir, KR
Í meyjaflokki var keppni jöfn og töpuðu þrjár efstu allar einum leik. Kristín vann Lóu 3-0, Lóa vann Þóru 3-0 og Þóra vann Kristínu 3-2. Kristín kom best út úr innbyrðis leikjunum og hreppti sigur í flokknum.
Piltar 2005-2006
- Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
- Trausti Freyr Sigurðsson, Samherjum
3.-4. Ingibert Snær Erlingsson, HK
3.-4. Kristófer Björnsson, BH
Eiríkur lagði Trausta 3-0 (11-6, 11-5, 11-4) í úrslitaleiknum. Trausti vann Kristófer 3-2 í undanúrslitum en Kristófer var næststigahæsti leikmaðurinn í flokknum.
Telpur 2005-2006
- Agnes Brynjardóttir, Víkingi
- Sól Kristínardóttir Mixa, BH
- Alexía Kristínardóttir Mixa, BH
- Kristrún Halla Snorradóttir, BH
Agnes vann alla sína leiki án þess að tapa lotu. Hún vann Sól 3-0 (11-6, 11-8, 11-4) í úrslitaleiknum.
Hnokkar 2007 og síðar
- Alexander Ivanov, BH
- Óskar Davíð Áss Sigurðsson, KR
3.-4. Logi Þórólfsson, KR
3.-4. Theodór Svarfdal Sveinbjörnsson, BH
Alexander var öruggur sigurvegari í flokknum og tapaði ekki lotu. Hann vann Óskar 3-0 (11-2, 11-6, 11-5) í úrslitum.
Tátur 2007 og síðar
- Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
Guðbjörg Vala var eini skráði keppandinn í telpnaflokki en fékk að spila við telpurnar í næsta aldursflokki fyrir ofan.
Myndir koma frá Borðtennisdeild BH og verða fleiri myndir settar inn á næstunni.
ÁMU