Úrslit úr aldursflokkamóti KR 4. febrúar
Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi; Alexander Chavdarov Ivanov, BH; Ársól Clara Arnardóttir, KR; Birgir Ívarsson, BH; Eiríkur Logi Gunnarsson, KR; Harriet Cardew, BH, Natalía Kjerúlf Óskarsdóttir, KR og Steinar Andrason, KR sigruðu í sínum flokki á aldursflokkamóti KR, sem haldið var í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 4. febrúar.
Þátttaka í mótinu var mjög góð og var 61 leikmaður skráður til leiks að frátöldum leikmönnum frá Akureyri, sem þurftu að draga sig út úr mótinu vegna vondrar veðurspár. Leikmenn frá BH, HK, ÍFR, KR og Víkingi mættu til leiks.
Verðlaunahafar
Tátur fæddar 2007 og síðar
- Natalía Kjerúlf Óskarsdóttir, KR
- Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
- Emilía Jiyue Hörpudóttir, KR
- Elísa Þöll Bjarnadóttir, KR
Natalía var öruggur sigurvegari í tátuflokki og tapaði ekki lotu. Hún vann Guðbjörgu 3-0 (11-6, 11-5, 11-5) í úrslitaleiknum. Emilíu vantar á myndina af verðlaunahöfum.
Hnokkar fæddir 2007 og síðar
- Alexander Chavdarov Ivanov, BH
- Sigurður Kristinn Gíslason, BH
3.-4. Óskar Davíð Áss Sigurðsson, KR
3.-4. Magnus Thor Holloway, KR
Alexander vann öruggan 3-0 (11-5, 11-4, 11-6) sigur í úrslitaleiknum og tapaði aðeins einni lotu á mótinu.
Telpur fæddar 2005-2006
- Agnes Brynjarsdóttir, Víkingur
- Sól Kristínardóttir Mixa, BH
- Berglind Anna Magnúsdóttir, KR
- Alexía Kristínardóttir Mixa, BH
Agnes og Sól mættust enn einu sinni í úrslitaleik og hafði Agnes betur, 3-1 (12-10, 3-11, 11-7, 12-10) í jöfnum leik. Sjá mynd á forsíðu.
Piltar fæddir 2005-2006
- Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
- Kristófer Júlían Björnsson, BH
3.-4. Birkir Smári Traustason, BH
3.-4. Ingibert Snær Erlingsson, HK
Eiríkur Logi vann 3-0 (11-3, 11-9, 11-8) í vel leiknum úrslitaleik og tapaði ekki lotu á mótinu.
Meyjar fæddar 2003-2004
- Harriet Cardew, BH
- Þóra Þórisdóttir, KR
- Þuríður Þöll Bjarnadóttir, KR
Harriet lagði Þóru 3-0 í jöfnum úrslitaleik, þar sem öllum lotum lauk með tveggja stiga mun (11-9, 11-9, 14-12).
Sveinar fæddir 2003-2004
- Steinar Andrason, KR
- Thor Thors, KR
3.-4. Guðmundur Berg Markússon, KR
3.-4. Reynir Snær Skarphéðinsson, BH
Steinar sigraði örugglega í úrslitaleiknum, sem lauk 3-0 (11-7, 11-5, 11-3). Steinar tapaði ekki lotu á mótinu.
Stúlkur fæddar 2000-2002
- Ársól Clara Arnardóttir, KR
- Lára Ívarsdóttir, KR
- Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingur
Ársól vann Láru í hörkuleik 3-2 (11-7,6-11, 8-11, 11-9, 11-7), en Lára er í mikilli framför um þessar mundir.
Drengir fæddir 2000-2002
- Birgir Ívarsson, BH
- Ellert Kristján Georgsson, KR
3.-4. Karl Andersson Claesson, KR
3.-4. Óskar Agnarsson, HK
Birgir og Ellert mættust í úrslitaleiknum og sigraði Birgir 3-1 (7-11, 11-6, 11-8, 11-6). Óskar vantar á myndina af verðlaunahöfunum.
Úrslit úr öllum leikjum á mótinu má finna á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=EDE56185-E90B-4D6A-9F83-0E96366D21A7
Myndir frá Ingimar Ingimarssyni.
ÁMU (fyrst birt 4.2.2018)