Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

BH-A sigraði Víking-A í fyrsta úrslitaleiknum í Raflandsdeild karla

BH-A sigraði Víking-A 3-2 í fyrsta úrslitaleiknum í Raflandsdeild karla, sem fram fór í TBR-húsinu mánudaginn 12. mars. BH byrjaði betur og komst í 2-0, með sigri Magnúsar Gauta Úlfarssonar á Magnúsi Jóhanni Hjartarsyni 3-1, og Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassyni á Daða Frey Guðmundssyni 3-0. Víkingar gáfust ekki upp og minnkuðu muninn með sigri í tvíliðaleiknum, þar sem Magnús Jóhann og Ingi Darvis Rodriquez lögðu Jóhannes og Birgi Ívarsson 3-1. Daði jafnaði svo leikinn í 2-2 með 3-0 sigri á Birgi. Magnús Gauti tryggði loks BH sigurinn með því að leggja Inga 3-0 í oddaleiknum.

Liðin mætast öðru sinni í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði miðvikudaginn 14. mars kl. 19. Sigri BH-A er liðið Íslandsmeistari í 1. deild karla í fyrsta skipti. Sigri Víkingar, verður oddaleikur í TBR-húsinu föstudaginn 16. mars.

Sýnt var beint frá leiknum á Facebook síðu Borðtennissambands Íslands.

Úrslit úr einstökum leikjum:

Víkingur-A – BH-A 2-3

Magnús Jóhann Hjartarson – Magnús Gauti Úlfarsson 1-3 (11-6, 6-11, 9-11, 8-11) 0-1

Daði Freyr Guðmundsson – Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson 0-3 (5-11, 7-11, 5-11) 0-2

Ingi Darvis Rodriquez/Magnús Jóhann – Birgir Ívarsson/Jóhannes 3-1 (11-7, 3-11, 11-9, 11-7) 1-2

Daði Freyr Guðmundsson – Birgir Ívarsson 3-0 (12-10, 11-6, 11-9) 2-2

Ingi Darvis Rodriquez – Magnús Gauti Úlfarsson 0-3 (8-11, 5-11, 13-15) 2-3

 

ÁMU

Aðrar fréttir