Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Lokastaðan í aldursflokkamótaröð Borðtennissambands Íslands

Í meðfylgjandi skjali má sjá lokastöðuna í aldursflokkamótaröð Borðtennissambands Íslands að loknum fimm mótum keppnistímabilsins. Átta efstu í hverjum aldursflokki fá boð á lokamót mótaraðarinnar, sem fram fer í TBR-húsinu sunnudaginn 22. apríl.

Skv. reglugerð um mótaröðina spilar nr. 1 við nr. 8, nr. 2 við nr. 7, nr. 3 við nr. 6 og nr. 4 við nr. 5 á lokamótinu. Í þeim tilfellum þar sem tveir eða fleiri hafa hlotið jafnmörg stig í mótum vetrarins verður dregið um röð þeirra keppenda sem hafa jafnmörg stig. Ef einhver leikmaður kemst ekki eða mætir ekki til leiks færast þeir sem eru fyrir neðan á listanum upp um sæti og varamenn koma inn í réttri röð.

Stigahæstu keppendurnir að lokum mótum vetrarins eru þessi (stigafjöldi í sviga): Alexander Ivanov, BH (32) og Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR (28) í flokki 11 ára og yngri; Eiríkur Logi Gunnarsson, KR (40) og Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi (28) í flokki 12-13 ára; Steinar Andrason, KR (20) og Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR (20) í flokki 14-15 ára, Ellert Kristján Georgsson, KR (20) og Ársól Clara Arnardóttir, KR (40) í flokki 16-18 ára.

Skjal með lokastöðunni: Aldursflokkamótaröðin 2017-18

 

ÁMU

Aðrar fréttir