Ingi Darvis vann fyrsta leik íslenska liðsins á EM unglinga
Á fyrsta leikdeginum á EM unglinga var leikið í liðakeppni í riðlum og leikur íslenska liðið í G-riðli. Þann 15. júlí var leikið við Serbíu og Moldovu en bæði löndin eru með sterk lið. Leikurinn við Serbíu tapaðist 0-3 og vann Ellert Kristján Georgsson einu lotuna sem íslensku drengirnir unnu. Seinni leikurinn var við Moldovu og þar vann Ingi Darvis Rodriquez sinn leik 3-1. Birgir vann lotu í sínum leik.
Þann 16. júlí kl. 13.20 að staðartíma leika svo drengirnir við Ísrael og er það síðasti leikurinn í riðlinum. Svo verður leikið áfram upp úr riðlunum um einstök sæti.
Leikjaáætlun í liðakeppninni: http://eyc2018.com/app/uploads/2018/07/2018_EYC_TEAMS_SCHEDULE.pdf
Hér má sjá úrslitin í leikjunum: https://www.ettu.org/en/events/european-youth-championships/draws–amp–results/
Úrslit úr einstökum leikjum
Ísland – Serbía 0-3
Magnús Gauti Úlfarsson – Dimitrije Levajac 0-3 (5-11, 6-11, 11-13) 0-1
Ingi Darvis Rodriquez – Pero Tepic 0-3 (5-11, 7-11, 8-11) 0-2
Ellert Kristján Georgsson – Nikola Grujic 1-3 (2-11, 11-9, 3-11, 7-11) 0-3
Ísland – Moldova 1-3
Birgir Ívarsson – Dan Sofroni 1-3 (11-6, 7-11, 10-12, 7-11) 0-1
Ellert Kristján Georgsson – Vladislav Ursu 0-3 (7-11, 4-11, 3-11) 0-2
Ingi Darvis Rodriquez – Vasile Harea 3-1 (9-11, 11-9, 11-7, 14-12) 1-2
Birgir Ívarsson – Vladislav Ursu 0-3 (7-11, 9-11, 8-11) 1-3
Á fésbókarsíðu Borðtennissambands Íslands eru einnig frásagnir af leikjum Íslendinganna. Forsíðumyndin af Inga Darvis er tekin af síðunni.
ÁMU (uppfært 16.7.)