Víkingur og KR-A efst að loknum fyrsta leikdegi í Raflandsdeild kvenna
Keppni í Raflandsdeild kvenna og 2. deild karla hófst í Íþróttahúsi Hagaskóla 29. september. KR-A og Víkingur unnu báða leiki sína í Raflandsdeild kvenna og hafa 4 stig en Víkingur hefur betra hlutfall unninna og tapaðra leikja.
Einnig var leikið í A-riðli 2. deildar karla. BH-B vann báða leiki sína og hefur 4 stig, en KR-C og Víkingur-C hafa 2 stig, KR-C eftir einn leik og Víkingur-C eftir tvo leiki.
Úrslit leikja 29. september:
1. deild kvenna
1. umferð
KR A – KR B 3-2
BH – KR C 3-1
Víkingur – Samherjar 3-0
2. umferð
KR C – KR A 1-3
Samherjar – KR B 1-3
Víkingur – BH 3-0
2. deild karla
A-riðill
1. umferð
BH B – Víkingur C 3-0
HK C – KR C 0-3
Akur A situr hjá
2. umferð
Víkingur C – HK C 3-0
Akur A – BH B 0-3 (Akur gaf leikinn)
KR C situr hjá
Sjá má úrslit í einstökum leikjum á vef Tournament Software:
Raflandsdeild kvenna: http://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=5F6B23C6-A4BF-4DD7-9579-BCBF9F513EEE&draw=2
2. deild, A-riðill: http://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=E387B744-38EA-4FDD-86E2-1A37090B6953&draw=3
Á forsíðumyndinni má sjá efstu liðin í deildinni á síðasta keppnistímabili.
ÁMU