Jóhannes, Lára og Örn sigruðu á styrkleikamóti KR
Borðtennisdeild KR hélt styrkleikamót í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 4. nóvember. Keppt var um hvert sæti í flokkunum og gátu þeir sem töpuðu í 1. umferð mest náð 5. sæti. Keppendur komu frá BH, HK, ÍFR, KR og Víkingi.
Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, BH, sigraði í sameiginlegum flokki mfl. og 1. fl. karla, Lára Ívarsdóttir, KR vann í sameiginlegum flokki 1. og 2. fl. kvenna og Örn Þórðarson, HK í 2. flokki karla.
Í meistara- og 1. flokki karla urðu óvænt úrslit í 1. umferð þegar Magnús Gauti Úlfarsson tapaði 1-3 fyrir Belganum Faber Pennings, sem keppir fyrir KR. Faber lék svo til úrslita við Jóhannes, og sigraði Jóhannes 3-1 (13-15, 11-7, 11-4, 11-3). Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, BH, varð í 3. sæti eftir 3-1 sigur á Óskari Agnarssyni, HK í leik um bronsið.
Í 1. og 2. flokki kvenna sigraði Lára Ívarsdóttir, KR, nokkuð óvænt en hún var 5. stigahæsti leikmaðurinn og enn í 2. flokki. Hún vann Agnesi Brynjarsdóttur úr Víkingi 3-0 (13-11, 11-7, 11-7) í úrslitaleik. Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR vann Berglindi Önnu Magnúsdóttur, KR 3-0 í leik um bronsið. Því urðu þrjár stúlkur í 2. flokki í fjórum efstu sætunum í þessum sameiginlega flokki.
Fjölmennasti flokkurinn var 2. flokkur karla. Þar sigraði Örn Þórðarson, HK örugglega og tapaði aðeins einni lotu á mótinu, í undanúrslitum gegn Steinari Andrasyni, KR. Örn vann Eirík Loga Gunnarsson, KR 3-0 (11-6, 13-11, 11-7) í úrslitum. Magnús Birgir Kristinsson, Víkingi, fékk bronsið.
Úrslit í einstökum flokkum (röðun skv. styrkleikalista í sviga)
Raðað var inn í hvert sæti á mótinu skv. styrkleikalista hefðu leikmenn því átt að ljúka keppni í sama sæti og þeir eru á styrkleikalistanum af leikmönnum í viðkomandi flokki ef þeir spiluðu skv. þeirri getu á mótinu í dag sem styrkleikalistinn gefur til kynna. T.d. er leikmaður sem er raðað inn í 10. sæti en lýkur keppni í 7. sæti að ná betri árangri en fyrirfram hefði verið búist við.
Meistara- og 1. flokkur karla (sjá mynd á forsíðu)
- Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, BH (3)
- Faber Pennings, KR (8)
- Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, BH (4)
- Óskar Agnarsson, HK
- Magnús Gauti Úlfarsson, BH (1)
- Hlynur Sverrisson, Víkingur (5)
- Elvar Kjartansson, KR (7)
- Karl Andersson Claesson, KR (6)
1. og 2. flokkur kvenna
- Lára Ívarsdóttir, KR (5)
- Agnes Brynjarsdóttir, Víkingur (1)
- Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR (6)
- Berglind Anna Magnúsdóttir, KR (7)
- Harriet Cardew, BH (3)
- Guðrún Gestsdóttir, KR (2)
- Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR (4)
- Freyja Dís Benediktsdóttir, KR (8)
Magnús Birgi vantar á myndina.
2. flokkur karla
- Örn Þórðarson, HK (1)
- Eiríkur Logi Gunnarsson, KR (2)
- Magnús Birgir Kristinsson, Víkingur (3)
- Steinar Andrason, KR (5)
- Hákon Atli Bjarkason, ÍFR (7)
- Reynir Snær Skarphéðinsson, BH (11)
- Thor Thors, KR (19)
- Kristófer Júlían Björnsson, BH (4)
- Viliam Marciník, KR (9)
- Davíð Þór Ásgeirsson, BH (15)
- Benedikt Vilji Magnússon, KR (17)
- Sigurjón Ólafsson, BH (16)
- Birkir Smári Traustason, BH (8)
- Ólafur Steinn Ketilbjörnsson, KR (15)
- Alexander Ivanov, BH (6)
- Tómas Hinrik Holloway, KR (13)
- Símon Patrick Kattoll, KR (14)
- Jón Hansson, KR (18)
- Kristófer Logi Ellertsson, BH (21)
- Davíð Snær Sveinsson, BH (22)
- Aron Ólafsson, BH (23)
- Magnús Thor Holloway, KR (20)
ÁMU