Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Yngra unglingalandsliðið fer til Riga í febrúar

Yngra unglingalandsliðið tekur þátt í Riga City Council’s Youth Cup in Table Tennis, sem er boðsmót og er haldið í Riga í Lettlandi 15.-17. febrúar 2019. Leikmennirnir keppa í kadett flokki (fædd 2004 og síðar) og minikadett flokki (fædd 2007 og síðar). Þetta er annað árið í röð sem liðið tekur þátt í þessu móti.

Eftirtaldir leikmenn voru valdir í ferðina:

Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi
Alexander Ivanov, BH
Alexía Kristínardóttir Mixa, BH
Berglind Anna Magnúsdóttir, KR
Birkir Smári Traustason, BH
Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
Harriet Cardew, BH
Heiðmar Sigmarsson, Umf. Samherjum
Kristófer Júlían Björnsson, BH
Matiss Meckl, Akri
Sól Kristínardóttir Mixa, BH
Steinar Andrason, KR
Trausti Sigurðarson, Umf. Samherjum

Fararstjórar:
Tómas Ingi Shelton, unglingalandsliðsþjálfari
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, þjálfari hjá KR
Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, þjálfari hjá BH

Auk þeirra fara nokkrir foreldrar með í feðrina.

Upplýsingar um mótið: http://www.galdateniss.lv/eng/news/1523-international-youth-table-tennis-competition-cup-of-riga-city-council-2019-coming-soon

Forsíðumynd af fésbókarsíðu BTÍ, sem sýnir einn liðsmann unglingalandsliðsins

 

ÁMU (uppfært 2.2.)

Aðrar fréttir