Staðan í aldursflokkamótaröðinni að loknum þremur mótum
Í aldursflokkamótaröð Borðtennissambands Íslands hafa þrjú mót farið fram á þessu keppnistímabili af fimm áætluðum mótum. Næsta aldursflokkamót verður haldið á vegum Umf. Samherja þann 9. mars, en síðasta mótið verður haldið í Reykjavík 28. apríl .
Þessir leikmenn eru í forystu í sínum flokki að loknum þremur mótum: Alexander Ivanov, BH (hnokkar 11 ára og yngri); Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR (tátur 11 ára og yngri); Kristófer Júlían Björnsson, BH (piltar 12-13 ára), Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi og Sól Kristínardóttir Mixa, BH (telpur 12-13 ára); Steinar Andrason, KR (sveinar 14-15 ára), Þuríður Þöll Bjarnadóttir, KR (meyjar 14-15 ára); Davíð Þór Ásgeirsson, BH (drengir 16-18 ára) og Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi (stúlkur 16-18 ára).
Í viðhengi má sjá stöðuna í mótaröðinni að loknum þessum þremur mótum:
Á forsíðumyndinni má sjá Steinar Andrason sem er í forystu í sveinaflokki, mynd frá aldursflokkamóti BH í febrúar.
ÁMU