Nevena og Magnús Gauti efst í Grand Prix mótaröðinni
Nevena Tasic, Víkingi og Magnús Gauti Úlfarsson, BH urðu efst í Grand Prix mótaröðinni að loknum þeim þremur mótum sem voru á mótaskrá BTÍ. Nevena sigraði á öllum þremur mótunum í kvennaflokki og hlaut 24 stig. Magnús Gauti sigraði á þeim tveimur mótum sem hann tók þátt í og fékk 16 stig á mótaröðinni.
Átta efstu í karla- og kvennaflokki verður boðið á lokamót mótaraðarinnar, sem fram fer í TBR-húsinu laugardaginn 27. apríl. Mótanefnd BTÍ mun draga um röð keppenda, þar sem fleiri en einn er í sama sæti að loknum þessum þremur mótum.
Lokastaðan í mótaröðinni:
Á forsíðumyndinni má sjá Nevenu í keppni á R.I.G. 2019.
ÁMU