Borðtennismenn á faraldsfæti
Íslenskir borðtennismenn eru á faraldsfæti í haust. Magnús Gauti Úlfarsson úr BH og Ingi Darvis Rodriguez úr Víkingi dvelja nú við æfingar í Bergen í Noregi í Heros klúbbnum en þar þjálfar Aleksey Yefremov landsliðsþjálfari. Magnús Gauti lék sinn fyrsta leik fyrir Heros í vikunni og vann sína leiki. Nánar má fylgjast með leikjum Heros á slóðinni http://bordtennis.no/seriespill/?sesong=2019&avd=1&kamp=15
Birgir Ívarsson úr BH stundar æfingar í Eslöv í Svíþjóð eins og hann gerði sl. vor.
KR hefur endurheimt Davíð Jónsson frá Slóvakíu þar sem hann lauk læknanámi í sumar. KR missir hins vegar Aldísi Rún Lárusdóttur til Danmerkur, þar sem hún verður við verkfræðistörf.
Í ágúst tóku svo Magnús Gauti, Ingi Darvis, Gestur Gunnarsson úr KR og Agnes Brynjarsdóttir úr Víkingi þátt í æfingabúðum í Hollandi.
Mynd af liði Heros af fésbókarsíðu BTÍ.
Uppfært 21.9.