Staðan í Grand Prix mótaröðinni eftir tvö mót
Skúli Gunnarsson, KR og Nevena Tasic, Víkingi, eru í forystu í Grand Prix mótaröð Borðtennissambands Íslands að loknum tveimur mótum af þremur í mótaröðinni. Nevena hefur unnið bæði mótin í kvennaflokki og hefur 16 stig en Skúli hefur 12 stig í karlaflokki.
Borðtennisdeild KR hélt fyrsta Grand Prix mót keppnistímabilsins þann 5.10. og HK hélt annað mótið þann 16.11. Þriðja og síðasta mót tímabilsins verður haldið þann 9.2.2020 á vegum Borðtennisdeildar Víkings. Lokamót átta stigahæstu keppenda í karla- og kvennaflokki fer fram 22.3.2020 í TBR-húsinu og hefur Víkingur umsjón með mótinu.
Skjal með stöðu keppenda að loknum tveimur mótum: