Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit úr aldursflokkamóti Samherja

Aldursflokkamót Umf. Samherja, sem er þriðja mótið í aldursflokkamótaröð Borðtennissambands Íslands var haldið laugardaginn 30. nóvember. Mótið var haldið að Hrafnagili.

Keppendur á mótinu voru sex talsins, tveir í hnokkaflokki, tveir í drengjaflokki og einn í piltaflokki og sveinaflokki. Því voru aðeins tveir leikir leiknir í mótinu en einnig var leikið á milli flokka til að leikmenn fengju meira út úr mótinu.

Úrslit

Hnokkar 11 ára og yngri, fæddir 2009 og síðar

  1. Alexander Þór Arnarson, Umf. Samherjar
  2. Tómas Hinrik Hollway, KR

Úrslitaleikurinn var mjög jafn og hafði Alexander sigur 11-9 í oddalotu.

Piltar 12-13 ára, fæddir 2007-2008

  1. Magnús Thor Holloway, KR

Sveinar 14-15 ára, fæddir 2005-2006

  1. Trausti Freyr Sigurðsson, Umf. Samherjar

Drengir 16-18 ára, fæddir 2002-2004

  1. Heiðmar Örn Sigmarsson, Umf. Samherja
  2. Úlfur Hugi Sigmundsson, Umf. Samherja

Heiðmar vann Úlf 3-1 í úrslitaleik.

Næsta aldursflokkamót verður í Hafnarfirði 11. janúar 2020, og er í umsjón BH.

Mynd á forsíðu frá Sigurði Eiríkssyni.

Aðrar fréttir