Úrslit úr aldursflokkamóti Samherja
Aldursflokkamót Umf. Samherja, sem er þriðja mótið í aldursflokkamótaröð Borðtennissambands Íslands var haldið laugardaginn 30. nóvember. Mótið var haldið að Hrafnagili.
Keppendur á mótinu voru sex talsins, tveir í hnokkaflokki, tveir í drengjaflokki og einn í piltaflokki og sveinaflokki. Því voru aðeins tveir leikir leiknir í mótinu en einnig var leikið á milli flokka til að leikmenn fengju meira út úr mótinu.
Úrslit
Hnokkar 11 ára og yngri, fæddir 2009 og síðar
- Alexander Þór Arnarson, Umf. Samherjar
- Tómas Hinrik Hollway, KR
Úrslitaleikurinn var mjög jafn og hafði Alexander sigur 11-9 í oddalotu.
Piltar 12-13 ára, fæddir 2007-2008
- Magnús Thor Holloway, KR
Sveinar 14-15 ára, fæddir 2005-2006
- Trausti Freyr Sigurðsson, Umf. Samherjar
Drengir 16-18 ára, fæddir 2002-2004
- Heiðmar Örn Sigmarsson, Umf. Samherja
- Úlfur Hugi Sigmundsson, Umf. Samherja
Heiðmar vann Úlf 3-1 í úrslitaleik.
Næsta aldursflokkamót verður í Hafnarfirði 11. janúar 2020, og er í umsjón BH.
Mynd á forsíðu frá Sigurði Eiríkssyni.