Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ellert og Magnús Gauti unnu sinn leik á lokadegi opna eistneska mótsins

Keppni í einliðaleik lauk á opna eistneska mótinu í Tallinn sunnudaginn 1. desember, en þá lauk keppni um einstök sæti á mótinu. Ellert Kristján Georgsson og Magnús Gauti Úlfarsson unnu síðasta leik sinn á mótinu.

Í karlaflokki varð Ingi Darvis Rodriguez 28. sæti, Gestur Gunnarsson í 46. sæti, Magnús Gauti Úlfarsson í 49. sæti og Ellert Kristján Georgsson í 61. sæti. Í kvennaflokki hafnaði Harriet Cardew í 28. sæti, Agnes Brynjarsdóttir í 30. sæti, Nevena Tasic í 33. sæti og Stella Karen Kristjánsdóttir í 39. sæti.

Úrslit sunnudaginn 1. desember

Karlar

  • Ellert Kristján Georgsson – Januus Lokotar, Eistlandi 4-0 (11-4, 11-9, 13-11, 11-4, leikur um 61. sæti). Ellert lýkur keppni í 61. sæti.
  • Gestur Gunnarsson – Mihkel Unt, Eistlandi 0-4 (12-14, 7-11, 8-11, 3-11, leikur um 45. sæti). Gestur lýkur keppni í 46. sæti.
  • Ingi Darvis Rodriguez – Patrik Rissanen, Finnlandi 0-4 (4-11, 10-12, 14-16, 8-11, leikur um 27. sæti). Ingi Darvis lýkur keppni í 28. sæti.
  • Magnús Gauti Úlfarsson – Krister Erik Etulaid, Eistlandi 4-0 (11-5, 11-6, 11-7, 11-5, leikur um 49. sæti). Magnús Gauti lýkur keppni í 49. sæti.

Konur

  • Agnes Brynjarsdóttir – Johanna Hristjansson, Eistlandi 2-4 (11-6, 11-7, 9-11, 9-11, 6-11, 7-11, leikur um 29. sæti). Agnes lýkur keppni í 30. sæti.
  • Harriet Cardew – Sirli Jaanimägi, Eistlandi 1-4 (0-11, 2-11, 11-7, 3-11, 9-11, leikur um 27. sæti). Harriet lauk keppni í 28. sæti.

Fylgst var með gengi íslensku leikmannanna á fésbókarsíðu BTÍ, og þar má sjá útsendingar frá nokkrum leikja íslensku leikmannanna. Úrslit úr einliðaleik fullorðinna má sjá á vef eistneska borðtennissambandsins, á https://uus.lauatennis.ee/estonian-open/ .

Forsíðumynd af liðinu af fésbókarsíðu BTÍ.

Aðrar fréttir