Grand Prix mót Víkings og Coca Cola 8. febrúar
Grand Prix mót Coca Cola fer fram í TBR-Íþróttahúsinu laugardaginn 8. febrúar 2020 í umsjá Borðtennisdeildar Víkings. Keppt verður í opnum flokkum karla og kvenna. Leikinn verður einfaldur úrsláttur, fjórar lotur unnar.
Veittir verða verðlaunapeningar fyrir fjögur efstu
sæti.
Leikið með 3ja stjörnu plast kúlum.
Leikið verður einnig í B – keppni fyrir þá keppendur sem tapa í 1. umferð í opnum flokki karla og kvenna.
Þátttökugjald í mótið er kr. 1500-
Yfirdómari: Árni Siemsen
Mótstjóri: Pétur Ó. Stephensen
Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
Laugardagur 8. febrúar: kl. 13:00 Opinn flokkur karla
“ “ kl. 13:30 Opinn flokkur kvenna
Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 6. febrúar klukkan 17:00, en dregið verður í mótið í TBR-Íþróttahúsinu. Skráningar berist til Péturs Ó. Stephensen s-8940040/[email protected].
Bréf um mótið:
Mótið var upphaflega á mótaskrá 9. febrúar 2020.