Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Æfingar barna hefjast að nýju 4. maí nk.

Heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt í dag að íþróttastarf barna má hefjast með hefðbundnum hætti mánudaginn 4. maí nk.: https://www.ruv.is/frett/2020/04/21/ithrottastarf-barna-heimilt-innan-og-utandyra-4-mai

Borðtennishreyfingin fagnar þessum fréttum og þeim áhrifum sem þær hafa á borðtennisiðkun ungra iðkenda.

Reglur sem áfram gilda þann 4. maí eru þó að þjálfarar og aðrir fullorðnir verða að gæta að 2 metra fjarlægð frá iðkendum, flestir mega 50 manns koma saman og áfram eru takmarkanir við íþróttaiðkun fullorðinna.

Stjórn BTÍ mun funda mánudaginn 27. apríl nk. og ræða útfærslur varðandi þau mót sem eftir voru af keppnisárinu

Aðrar fréttir