Tilkynning vegna keppni í Raflandsdeild, 2. deild í liðakeppni og Íslandsmót unglinga
Ný stjórn BTÍ hefur ákveðið að halda sig við ákvarðanir fyrri stjórnar og stefna að því að klára Raflandsdeildina og aðra deildina í úrslitakeppni 19. og 20 september. Staðsetning verður auglýst síðar.
Stjórnin hefur einnig ákveðið að Íslandsmót unglinga 2020 verði haldið 10. og 11. október í KR heimilinu.
Verði að einhverjum ástæðum, smitvarnalegum eða öðrum, ekki hægt að halda þessi mót samkvæmt reglum BTÍ verða þau felld niður, í heild eða að hluta, og ekki verður um frekari frestanir eða tilfærslur að ræða.
-Stjórn BTÍ