Keldudeildin hefst
Keldudeildin í borðtennis karla og kvenna sem og keppni í liðakeppni 2. deildar hefst helgina 3.-4. október 2020. Borðtennisdeild HK heldur utan um umferðir helgarinnar en leikið verður í íþróttahúsi Snælandsskóla.
Í 1. deild karla leika sex lið en breyting frá síðasta vetri eru þær að HK-B færist upp úr 2. deild en KR-B færist niður um deild. Í 1. deild kvenna leika fjögur lið og þar er breyting frá síðasta vetri sú að KR sendir inn tvö lið í stað þriggja áður. Leikin verður þreföld umferð í kvenna deildinni.
Laugardaginn 3. október verða spilaðar umferðir 1-2 í 1. deild karla og kvenna. Leikir í karlaflokki hefjast kl. 10:00 og leikir í kvennaflokki hefjast kl. 14:00.
Sunnudaginn 4. október kl. 10:00 verður leikið í 2. deild karla – suðurriðli. Leiknar verða umferðir 1-2.
Mótanefnd fyrir norðan mun halda utan um norðurriðil í samráði við mótanefnd BTÍ og verður gefin út dagskrá fyrir þann riðil fljótlega.
Búið er að birta hér á vefnum niðurröðun í riðla í 2. deild en í vetur verður spilað í þremur riðlum þ.e. tveimur sunnanriðlum og einum riðli fyrir norðan. Auk þess er búið að raða niður umferðum og birta nafnalista leikmanna bæði í Keldudeildinni og 2. deild. Upplýsingarnar má nálgast á tilkynningarborðanum á forsíðu hér til hægri.
-Stjórn BTÍ