Fimm lið taplaus eftir fyrsta leikdag í suðurriðli 2. deildar
Keppni hófst í 2. deild sunnudaginn 4. október, og var leikið í Íþróttahúsi Snælandsskóla. Leiknar voru tvær umferðir í A- og B-riðli í suðurriðli en keppni í norðurriðli er ekki hafin. Í A-riðli eru 6 lið en 5 lið í B-riðli. Í norðurriðlinum eru 5 lið skráð. Alls eru 135 leikmenn skráðir í liðin 16 í deildinni.
Eftir fyrstu tvær umferðirnar í suðurriðlunum eru fimm lið með fullt hús stiga: KR-B, HK-C og BH-D í A-riðli og BH-B og Víkingur-C í B-riðli.
Úrslit úr einstökum viðureignum
A-riðill
- HK C- Vikingur D 3-0
- KR B- KR C 3-0
- BH C- BH D 0-3
- BH D- KR C 3-2
- HK C- BH C 3-1
- Víkingur D- KR B 0-3
B-Riðill
- KR D- KR E 3-1
- KR D- Vikingur C 0-3
- KR E- BH B 0-3
- Víkingur C – Umf. Selfoss frestað