Frestanir í byrjun árs
Þar sem núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir heimilar ekki keppnir fram til 12. janúar 2021 þá þarf að færa til leikjahelgi sem átti að spilast 9. og 10. janúar. Ákveðið hefur verið að færa þessa leikjahelgi fram til 10. og 11. apríl og þá færa úrslitakeppni 2. deildar sem og undanúrslit í Keldudeildinni aftur um eina viku. Úrslit í 2. deild fara fram 17. apríl og undanúrslit í Keldudeildinni fara þá fram 24. apríl.