Samherjar-A sigruðu í norðurriðli 2. deildar
Samherjar-A sigruðu í norðurriðli 2. deildar en síðustu leikirnir í riðlinum voru leiknir 12. og 13. febrúar. Þá mættust efstu liðin, Samherjar-A og Akur-A og sigruðu Akursmenn 3-0. Það dugði þó ekki til að vinna riðilinn en bæði liðin luku keppni með 14 stig. Samherjar-A voru með betra hlutfall unninna og tapaðra leikja en Akur-A og sigruðu því í riðlinum.
Úrslit úr einstökum leikjum
- Akur-B/Æskan – Akur-A 1-3
- Akur-A – Samherjar-C 3-1
- Samherjar-C – Akur-A 0-3
- Samherjar-A – Samherjar-B 3-0 (Samherjar-B gáfu leikinn)
- Samherjar-A – Akur-A 0-3
Sjá má stöðuna í riðlinum á vef Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=7A149223-4A57-42D9-9F95-ED364B4DC06E&draw=5 en úrslitin í síðustu leikjunum verða fljótlega sett inn.
Forsíðumynd frá Íslandsmóti unglinga 2019.