Peter Nilsson ráðinn landsliðsþjálfari
Peter Nilsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari karla og kvenna og mun hann hefja störf 1. Maí næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem Peter þjálfar landsliðið en hann var landsliðsþjálfari á árunum 1994-1996 ásamt því sá hann um nokkrar æfingar fyrir landsliðið á árunum 2011 -2012.
Ásamt því að hafa þjálfað íslenska landsliðið þá hefur Peter þjálfað írska landsliðið og þjálfað í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
BTÍ býður Peter velkominn aftur til starfa.