Víkingar Íslandsmeistarar í Keldudeildum karla og kvenna
Víkingar urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar í 1. deild, Keldudeildinni en leikið var til úrslita í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 1. maí. Víkingsliðin vörðu því titlana sem þau unnu í fyrra. Í karladeildinni vann Víkingur-A BH-A 3-1 og í kvennadeildinni vann Víkingur KR-A einnig 3-1.
Í Íslandsmeistaraliði Víkings í Keldudeild kvenna eru Agnes Brynjarsdóttir, Lóa Floriansdóttir Zink, Nevena Tasic og Stella Karen Kristjánsdóttir.
Í liði Víkings-A í Keldudeild karla hafa í vetur leikið Daði Freyr Guðmundsson, Ingi Darvis Rodriguez, Magnús Jóhann Hjartarson, Marek Cybinski og Sindri Þór Sigurðsson.
Úrslitaleikjunum var lýst og streymt á YouTube rás BTÍ. Þau Tómas Ingi Shelton, Harriet Cardew, Davíð Jónsson og Lóa Floriansdóttir Zink sáu um lýsingarnar.
Úrslit úr einstökum leikjum:
Víkingur – KR-A 3-1
- Agnes Brynjarsdóttir – Þóra Þórisdóttir 3-0
- Nevena Tasic – Ársól Clara Arnardóttir 3-0
- Agnes/Lóa Floriansdóttir Zink – Ársól/Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir 1-3
- Nevena Tasic – Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir 3-0
BH-A – Víkingur-A 1-3
- Magnús Gauti Úlfarsson – Daði Freyr Guðmundsson 3-0
- Birgir Ívarsson – Magnús Jóhann Hjartarson 0-3
- Birgir/Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson – Magnús/Ingi Darvis Rodriguez 1-3
- Magnús Gauti Úlfarsson – Ingi Darvis Rodriguez 1-3
Uppfært 2.5. Myndir: Ingimar Ingimarsson/Kristján Örn Elíasson.