Borðtennis á Unglingalandssmóti á Selfossi
Borðtennis verður nú í fyrsta skipti í boði á unglingalandsmóti um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Borðtenniskeppni verður haldin á unglingalandsmótinu laugardaginn 31. júlí klukkan 9-16 þar sem keppt er í stráka- og stúlkuflokkum.
Einnig verður í boði „Borðtennis fyrir alla“ frá 16-18 sama dag þar sem áhugamenn geta prófað borðtennis og tekist á við skemmtilegar borðtennisþrautir.
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst þar sem fjöldatakmörkun er við skráningu í borðtenniskeppnina. Frekari upplýsingar um mótið og skráningu er á vef UMFÍ https://www.ulm.is/