Björgvin Ingi og Þórdís Lilja hækkuðu mest á styrkleikalistanum 2020-2021
Björgvin Ingi Ólafsson, HK, hækkaði mest allra á styrkleikalista BTÍ frá 1. júní 2020 til 1. júlí 2021 en hann bætti sig um 152 stig á milli ára. Þórdís Lilja Jónsdóttir, BH, hækkaði mest kvenna á listanum á sama tíma, eða um 55 stig.
Björn Gunnarsson, HK, hækkaði næstmest eða um 111 stig og Jón Gunnarsson, BH, hækkaði um 100 stig.
Sól Kristínardóttir Mixa, BH, bætti sig næstmest kvenna, eða um 51 stig og Nevena Tasic, Víkingi og Þóra Þórisdóttir, KR, bættu við sig 48 stigum.
Leiða má líkum að því að bróðurpartur þeirra sem hafa óbreyttan stigafjölda á styrkleikalista 1. júlí 2021 og 1. júní 2020 hafi ekki tekið þátt í mótum keppnistímabilið 2020-2021. Í viðhengjum er merkt við leikmann, sem kom aftur inn á listann með gömul styrkleikastig og við þá nýju leikmenn, sem voru metnir inn á listann vegna árangurs á sínu fyrsta móti.
Vegna COVID-19 faraldursins voru nokkur mót felld niður á keppnistímabilinu, þar á meðal flokkakeppni unglinga 2020. Því eru færri mót að baki þessum tölum en í venjulegu ári. Þá var úrslitakeppnin í deildarkeppninni 2019-2020 leikin haustið 2020, og eru þeir leikir taldir með í þessari samantekt.
Sjá nánar í viðhengjum: