Uppfært leikfyrirkomulag í deildarkeppninni
Eins og alþjóð veit hefur verið leikið eftir ólympísku leikfyrirkomulagi í deildarkeppni BTÍ. Fyrir síðustu ólympíuleika sem haldnir voru í Tokyo í sumar var leikfyrirkomulaginu breytt og BTÍ fylgir í humátt og uppfærir sitt leikfyrirkomulag.
Hið nýja fyrirkomulag er keimlíkt því fyrra. Nú er byrjað á tvíliðaleik og svo koma 4 einliðaleikir. Í upphafi er sett niður hvaða leikmenn eru A, B og C annarsvegar og X, Y og Z hinsvegar og þá er leikröðin öllum ljós. Það er þá meðal annars auðveldara að leika leikina á tveim borðum ef til stendur að flýta leik. Eins þarf ekki að gera hlé fyrir og að loknum tvíliðaleik svo lið geti ráðið ráðum sínum eins og áður var gert ráð fyrir.
Þetta uppfærða leikfyrirkomulag verður notað í Keldudeild karla, Keldudeild kvenna, 2. deild karla og 3. deild karla.
Hér að neðan má sjá útfyllta leikskýrslu sem ætti að skýra fyrirkomulagið. Óútfyllta leikskýrslu má svo finna hér