Úrslit úr deildarkeppninni 30.-31. október
Helgina 30.-31. október var leikið í deildakeppni BTÍ í húsnæði BR í Reykjanesbæ.
Vegna kórónuveirufaraldursins þurfti að fresta keppni í suðurriðli 3. deildar, og er nýr leikdagur áætlaður 14. nóvember.
Þá var leikjum Akurs í 2. deild frestað þar sem leikmenn úr liðinu voru í sóttkví. Nýjar dagsetningar fyrir þá leiki eru 26. og 27. nóvember.
Innbyrðis viðureign Víkings-B og Víkings-C í 2. deild verður leikin 2. eða 4. nóvember í TBR húsinu.
A-lið Víkings er ósigrað í Keldudeild karla og hefur 8 stig eftir fjóra leiki. A-lið BH er í 2. sæti með 6 stig, en liðið tapaði fyrir Víkingi-A í 2. umferð.
Staðan í 2. deild er óljós, þar sem liðin hafa leikið mismarga leiki.
Í suðvesturriðli 3. deildar er B-lið BR ósigrað og hefur 12 stig eftir 6 leiki. A-lið BR er í 2. sæti með 10 stig.
Úrslit úr einstökum viðureignum
1. deild karla – Keldudeildin
KR-A – Víkingur-A 0-3
KR-B – BH-B 0-3
BH-A – HK-A 3-0
BH-A – KR-A 3-1
Víkingur-A – KR-B 3-0
HK-A – BH-B 3-0
2. deild karla
Víkingur-B – Víkingur-C – leikið 2. eða 4.11.
HK-C – HK-B 0-3
HK-C – Samherjar-A 3-0 (Samherjar gáfu leikinn)
HK-B – Akur-A – Leik frestað vegna sóttkvíar Akurs
Víkingur-C – Akur-A – Leik frestað vegna sóttkvíar Akurs
Víkingur-B – Samherjar-A 3-0 (Samherjar gáfu leikinn)
3. deild karla – suðvesturriðill
BR-A – HK-D 3-0
KR-D – BR-B 1-3
KR-C – Víkingur-D 0-3 (KR-C mætti ekki)
BH-C – KR-E 0-3
BH-C – BR-A 0-3
HK-D – KR-C 3-0 (KR-C mætti ekki)
Víkingur-D – KR-D 0-3
KR-E – BR-B 0-3
KR-D – HK-D 3-0
KR-C – BH-C 0-3 (KR-C mætti ekki)
BR-B – Víkingur-D 3-0
BR-A – KR-E 3-0
Á forsíðunni má sjá A-lið BR, sem er í 2. sæti í suðvesturriðli 3. deildar.