Opið mót BR
Borðtennisfélag Reykjanesbæjar (BR) býður til opins borðtennismóts (2. Flokkur – undir 1500 BTI stigum) sem haldið verður 18. desember 2021.
Keppt verður í 4 flokkum:
Konur allt að 16 ára (áætluð byrjun kl. 10.00)
Konur eldri en 16 ára (áætluð byrjun kl. 11.00)
Karlar að 16 ára (áætluð byrjun kl. 12.30)
Karlar eldri en 16 ára (áætluð byrjun kl. 14.30)
Salurinn verður opinn frá 9.00, Hringbraut 125 í Keflavík (gamla slökkviliðsstöðin)
Keppnisfyrirkomulagið er þannig að keppt verður í riðlum og í fjölmennari flokkum fara sigurvegarar úr riðlum og keppa í einföldum úrslættiSpilað verður í riðlum og fara 2 uppúr hverjum riðli í einfaldan úrslátt. Vinna þarf 3 lotu af 5 í riðlum og 4 lotur af 7 í Úrslætti . Einnig verður leikið um þriðja sætið í hverjum flokki.
Þátttökugjald 1000 kr, greiðist á staðnum.
Tekið er við skráningum til 15. desember 2021 með tölvupósti: [email protected]
Vinsamlegast gefðu upp: Fullt nafn, kennitölu og nafn klúbbs (ef þú tilheyrir borðtennisklúbbi)
Þeir sem vilja taka þátt í keppninni og eru ekki enn í neinum borðtennisklúbbi verða skráðir sem leikmenn BR.
Verðlaunapeningar verða veittir fyrir fyrstu þrjú sætin og glæsileg verðlaun fyrir sigurvegara hvers flokks