A-lið Víkings enn ósigrað í Keldudeild karla
Laugardaginn 27. nóvember var leikið í Keldudeild karla og í 2. deild í Íþróttahúsi Hagaskóla. Í Keldudeildinni fóru fram leikir í 5. og 6. umferð, en keppnin í deildinni var hálfnuð eftir 5. umferð.
Íslandsmeistarar Víkings eru enn ósigraðir og hafa forystu í Keldudeildinni með 12 stig eftir 6 umferðir. A-lið BH kemur fast á eftir með 10 stig og A-lið KR með 8 stig.
Í 2. deild hafa B-lið Víkings og B-lið HK forystu sem stendur með 8 stig eftir 5 leiki. Öll liðin tapað leik, og auk þess hafa liðin leikið mismarga leiki.
Úrslit leikja í Keldudeild karla
BH-B – Víkingur-A 0-3
KR-B – BH-A 0-3
KR-A – HK-A 3-0
HK-A – Víkingur-A 0-3
BH-B – BH-A 0-3
KR-B – KR-A 0-3
Úrslit leikja í 2. deild karla
Víkingur-C – Akur-A 3-1 (frestaður leikur frá 30.10., leikinn 26.11.)
HK-B – Akur-A 3-0 (frestaður leikur frá 30.10., leikinn 27.11.)
HK-B – Samherjar-A 3-0 (Samherjar gáfu leikinn)
HK-C – Akur-A 2-3
Víkingur-B – Akur-A 3-1
Víkingur-C – Samherjar-A 3-0 (Samherjar gáfu leikinn)
HK-B – HK-C 3-1
Víkingur-C – Víkingur-B frestað um nokkra daga
Næst verður leikið í 1. og 2. deild 15. janúar 2022.
Forsíðumyndin af bræðrunum Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassyni, BH-A og Guðjóni Páli Tómassyni KR-B.
Uppfært 28.11.