Garpur-A og Selfoss-A efst í suðurriðli og BR-A og BR-B í suðvesturriðli 3. deildar
Leikið var í 3. deild helgina 27.-28. nóvember. Leikið var í suðurriðlinum á Selfossi laugardaginn 27. nóvember en þá fóru fram þeir leikir sem áttu upphaflega að fara fram þann 31. október en þurfti að fresta á þeim tíma vegna kórónuveirufaraldursins.
Stefnt er að því að leikirnir, sem voru á dagskránni í suðurriðli þann 28. nóvember verði leiknir fyrir áramót.
Eftir fjórar umferðir í suðurriðli eru Selfoss-A og Garpur-A taplaus og efst með 8 stig. Dímon-A fylgir á eftir með 6 stig.
Úrslit leikja í suðurriðli
Umf. Selfoss-C-Umf. Selfoss-B 2-3
Umf. Selfoss-A-Garpur-B 3-0
Dímon-A-Garpur-A 0-3
Umf. Selfoss-B-Garpur-B 3-1
Umf. Selfoss-C-Garpur-A 0-3
Umf. Selfoss-A-Dímon-A 3-0
Leikir í suðvesturriðli voru leiknir í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 28. nóvember.
Tvö efstu liðin, lið BR-A og BR-B mættust í hörkuleik, þar sem A-liðið sigraði 3-2 og hefndi þar með fyrir tapið í fyrri umferðinni. B-riðið vann svo KR-C 3-2 í lokaleik dagsins. A- og B-lið BR eru efst í suðvesturriðlinum með 16 stig eftir 9 umferðir en KR-D hefur 14 stig.
Úrslit leikja í suðvesturriðli
BR-A-KR-C 3-1
BH-C-KR-D 0-3
HK-D-BR-B 0-3
KR-E-Víkingur-D 3-1
KR-E-HK-D 3-2
Víkingur-D-BH-C 0-3
BR-B-BR-A 2-3
KR-D-KR-C 3-1
BH-C-HK-D 3-2
KR-C-BR-B 2-3
BR-A-Víkingur-D 3-1
KR-D-KR-E 3-0
Forsíðumynd frá leik BR-A og Víkings-D, þar sem Abbas og Benedikt mætast.