Ingi Darvis vann leik á Finlandia Open
Ingi Darvis Rodriguez og Magnús Gauti Úlfarsson hófu keppni á Finlandia open fimmtudaginn 2. desember en þá hófst keppni í einliðaleik fyrir leikmenn undir 21 árs aldri. Keppt er með einföldum útslætti.
Ingi Darvis vann fyrsta leik sinn, lagði Jakob Torner frá Svíþjóð 3-0 (11-4, 11-8, 11-5) í 64 manna úrslitum. Í næsta leik tapaði hann svo fyrir Sigurd Sorheim frá Noregi 0-3 (4-11, 8-11, 6-11).
Magnús Gauti tapaði fyrir Yaroslav Oleskevych frá Úkraínu 0-3 (7-11, 4-11, 8-11) í 64 manna úrslitum.
Þeir félagar leika í karlaflokki 3. desember.
Forsíðumynd af Inga Darvis úr myndasafni.