Staðan í deildarkeppnum í upphafi árs
Leikið verður í öllum deildum deildarkeppninnar um næstu helgi. Nánari tíma- og staðsetningar eru væntanlegar á vefinn sem fyrst. Það er því ekki úr vegi að skoða stöðuna í deildunum
Keppni er auðvita ekki hafin í Keldudeild kvenna en hún fer af stað um helgina. Keldudeild kvenna verður leikin í TBR næstkomandi laugardag
Víkingur A eru efstir í Keldudeild karla og KR B eru í fallsætinu. Sjá nánar hér. Keldudeild karla verður leikin í TBR næstkomandi laugardag
HK B og Víkingur B eru efst og jöfn í 2. deild karla en Samherjar sitja á botni deildarinnar. Sjá nánar hér. 2. deild karla verður leikin á Akureyri á laugardag
BR A og BR B eru efst og jöfn í Suðvestur riðli 3. deildar. Sjá nánar hér. 3. deild karla suðvestur riðill verður leikinn í Reykjanesbæ á sunnudag
Selfoss A og Garpur A eru efst og jöfn í Suður riðli 3. deildar. Sjá nánar hér