Landsliðsæfingar 24.-27. febrúar
Landsliðshópur æfði dagana 24.-27. febrúar í TBR húsinu og í Íþróttahúsi Hagaskóla undir stjórn landsliðsþjálfarans Peters Nilsson. Með hópnum æfði Simon Liljegren frá Svíþjóð. Til stóð að sænsk stúlka kæmi einnig til landsins til að æfa með hópnum en hún meiddist á síðustu stundu. Til stendur að hún komi til landsins og verði með í næstu æfingalotu.
Karlarnir eru að æfa fyrir undankeppni EM sem er í Búlgaríu 31. mars til 2 apríl. Væntanlega verður liðið sem fer á mótið tilkynnt fljótlega eftir Íslandsmót.
Ekki verður sent kvennalið í undankeppni EM að þessu sinni. Hins vegar stendur til að kvennaliðið leiki sem gestir í norsku deildinni á næsta ári. Þær munu því fara í 3-4 skipti út til Noregs til að keppa á næsta tímabili.
Önnur erlend mót á næstunni eru í Gautaborg í byrjun júní og Færeyjaleikarnir um mánaðarmótin júní/júlí.
Þessir leikmenn tóku þátt í landsliðsæfingunum að þessu sinni:
Ársól Clara Arnardóttir, KR
Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
Nevena Tasic, Víkingi
Sól Kristínardóttir Mixa, BH
Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi
Birgir Ívarsson, BH
Björn Gunnarsson, HK
Ellert Kristján Georgsson, KR
Gestur Gunnarsson, KR
Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi
Magnús Gauti Úlfarsson, BH
Norbert Bedo, KR
Óskar Agnarsson, HK
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, BH