HK-B og Víkingur-B leika til úrslita í 2. deild
HK-B og Víkingur-B mætast í úrslitum 2. deildar sunnudaginn 8. maí. Víkingur-B sigraði HK-C 3-1 í undanúrslitaleiknum, sem fram fór í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi laugardaginn 7. maí.
HK-B átti að mæta Akri í hinum undanúrslitaleiknum en Akur gaf leikinn.
Úrslitaleikurinn fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og hefst kl. 10.
Liðið sem sigrar í 2. deild vinnur sér sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili. Liðið sem tapar úrslitaleiknum mun leika við BH-B um sæti í 1. deild næsta haust, en BH-B hafnaði í 5. sæti í 1. deild, Keldudeildinni, á keppnistímabilinu sem er að ljúka.