Víkingur-B vann HK-B í úrslitaleik 2. deildar
Víkingur-B endurheimti sæti sitt í 1. deild karla með 3-0 sigri á HK-B í úrslitaleik 2. deildar, sem fram fór í Íþróttahúsinu við Strandgötu sunnudaginn 8. maí.
HK-B varð deildarmeistari í 2. deild en Víkingar voru sterkari í úrslitaleiknum og tryggðu sér sigurinn.
Þeir leikmenn sem hafa leikið með B-liði Víkings í vetur eru: Daníel Bergmann Ásmundsson, Dominik Rajs, Hlynur Sverrisson, Kristján Aðalbjörn Jónasson, Ladislav Haluska og Stella Karen Kristjánsdóttir.
Í úrslitaleiknum léku Reynir Georgsson, Victor Berzoi og Örn Þórðarson fyrir HK-B en Daníel, Dominik og Hlynur fyrir Víking-B.
HK-B leikur við BH-B um sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili. Sá leikur hefur ekki verið tímasettur.
Leikskýrslu frá leiknum má sjá í viðhengi.