Aldís og Davíð fengu silfur í einliðaleik á Færeyjaleikunum
Aldís Rún Lárusdóttir og Davíð Jónsson fengu hvort um sig silfur í einliðaleik á Færeyjaleikunum, sem lauk í dag.
Aldís tapaði í úrslitum fyrir hinni grænlensku Juliane Schmidt en Davíð tapaði fyrir Grænlendingnum Ivik Nielsen.
Sjá má úrslitaleikina í einliðaleik á fésbókarsíðu færeyska sambandsins, sjá https://www.facebook.com/Bor%C3%B0tennissamband-F%C3%B8roya-193724250666600/600/
Magnús Gauti Úlfarsson varð í 3.-4. .sæti í einliðaleik karla og Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir í 3.-4. sæti í einliðaleik kvenna.
Kristín Ingibjörg varð í 2. sæti í einliðaleik stúlkna og í 2. sæti í tvíliðaleik stúlkna, en hún lék með Marin Elísabet Poulsen frá Færeyjum.
Ellert Kristján Georgsson og Stella Karen Kristjánsdóttir fengu silfur í tvenndarleik og Davíð og Aldís brons.
Eins og áður hefur verið getið urðu Davíð og Magnús Gauti í 2. sæti í tvíliðaleik karla, og má sjá hetjustig sem þeir skoruðu í undanúrslitum á fésbókarsíðu færeyska sambandsins.
Ivik Nielsen og Juliana Schmidt frá Grænlandi voru sigursæl á leikunum. Ivik vann allar þrjár einstaklingsgreinarnar og Juliana Schmidt vann einliðaleik kvenna, einliðaleik stúlkna og tvíliðaleik kvenna.
Forsíðumynd af vef færeyska sambandsins.
Uppfært 4.7.2022.